Kraftur í Krækjunum

Blakfélagið Krækjur heldur áfram af fullum krafti á nýju ári og gerðu þær góða ferð til Akureyrar í lok janúar þar sem þær spiluðu fimm leiki. Um síðustu helgi var svo ferðinni heitið til Siglufjarðar á stórt og skemmtilegt mót en 37 lið voru skráð til leiks.

Krækjur lögðu af stað  eldsnemma á laugardagsmorgni og spiluðu fimm leiki á laugardeginum,skemmst er frá því að segja að einungis tapaðist einn leikur og ein hrina en Krækjur enduðu í 3.sæti. Þær kepptu í 2. deild en kvennadeildirnar voru fjórar.

Verðlaunaafhending fór svo fram í Bátahúsinu og eftir það var haldið á Rauðku, en þar var matur og skemmtun fyrir 170 blakara. Góður endir á skemmtilegu móti, að sögn þeirra Krækjukvenna.

Fleiri fréttir