Krefst þess að gengið verði frá ráðningu atvinnuráðgjafa
Byggðaráð Blönduósbæjar furðar sig á að Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafi ekki lokið við að ráða atvinnuráðgjafa á Blönduósi að nýju eins og rætt var um á ársþingi SSNV á Hvammstanga árið 2014. Þetta kemur fram í bókun byggðaráðs sl. miðvikudag.
„Á svæðinu eru uppi miklar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu og mikil þörf er fyrir markaðs- og kynningarstarf á atvinnustarfsemi sem fyrir er t.a.m. ferðaþjónustu. Byggðaráð krefst þess að stjórn SSNV gangi frá ráðningu atvinnuráðgjafa á Blönduósi eins fljótt og auðið er,“ segir loks í fundargerð byggðaráðs.
