KRISTNIBOÐSMÓTIÐ Á LÖNGUMÝRI Í SKAGAFIRÐI 8. - 10. JÚLÍ 2022

Mótið hefst föstudaginn 8. júlí, kl. 21:00.
Fjölbreytt dagskrá alla helgina! Laugardaginn kl. 17:00 verður kristniboðssamkoma Sunnudag kl. 11:00 verður messa í Glaumbæjarkirkju.
Predikari er Leifur Sigurðsson kristniboði.


Lögð verður áhersla á gott samfélag um Guðs orð og kynningu á kristniboði okkar Íslendinga. Á milli samverustundanna verður gott tækifæri til að spjalla saman og njóta náttúrunnar í Skagafirði.

Ræðumenn og fyrirlesarar verða: Katrín Ásgrímsdóttir, Leifur Sigurðsson og Sr. Guðmundur Guðmundsson.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Kristniboðssambandsins, www.sik.is. Skráning fer fram á Löngumýri í síma 453 8116.

Allir eru hjartanlega velkomnir á mótið jafnt sem einstaka atburði.

Fleiri fréttir