Króksamóti frestað um hálfan mánuð

Til stóð að Króksamótið í körfubolta færi fram á Sauðárkróki á morgun en þar sem færð er ekki upp á marga fiska og veðurspáin ekki sérlega aðlaðandi fyrir morgundaginn þá hefur verið ákveðið að færa mótið aftur um hálfan mánuð. Það er því stefnt að því að krakkar í 1.-6. ekk geti skemmt sér saman í körfu á Króknum þann 25. janúar nk.

Fjöldi liða frá Akureyri og Hvammstanga hafði skráð sig á mótið og það var mat stjórnar unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls að taka enga sénsa varðandi það að stefna ungum körfuboltakrökkum út í vonskuveður.

Það er því enn möguleiki að skrá lið til leiks á Króksamótinu og segir Dagur Þór Baldvinsson, formaður unglingaráðs, að skráning standi til 20. janúar á netfanginu karfa-unglingarad@tindastoll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir