Króksamótið haldið laugardaginn 15. janúar n.k.

Frestuðu Króksamóti Tindastóls í minnibolta hefur nú verið fundinn nýr tími, en það verður haldið laugardaginn 15. janúar n.k. Mótinu þurfti að fresta í nóvember vegna veðurs og ófærðar.

Þátttakendur verða frá Skagaströnd, Hvammstanga, Borgarnesi og Akureyri auk okkar í Tindastóli.

Þátttökugjald er kr. 1.500 á mann.

Allir verða leystir út með minjagrip og síðan verður sameiginleg máltíð í lok mótsins.

Mótsstjóri er Rúnar Birgir Gíslason 618-4910, runar@mikkivefur.is og veitir hann nánari upplýsingar.

Fleiri fréttir