Króksamótinu frestað
Búið er að fresta Króksamótinu í minnibolta sem halda átti á morgun, vegna slæms veðurútlits næsta sólarhringinn. Stefnt er á að halda mótið aðra helgina í janúar, en það verður nánar auglýst síðar.
Að sögn mótstjórans Rúnars Birgis Gíslasonar, var veðurspáin það ótrygg fram eftir degi á morgun að ekki var talið rétt að stefna allt niður í 6 ára börnum á staðinn. Þess vegna hafi þessi ákvörðun verið tekin.
Stefnt er að því að halda mótið aðra helgina í janúar og verður það nánar auglýst síðar og kynnt.
Búningaafhending fyrir þá sem áttu pantaða búninga frestast einnig fram í næstu viku og verður nánar auglýst eftir helgina. Búningarnar eiga að koma með meistaraflokki Tindastóls eftir útileik þeirra við Stjörnuna í Garðabæ, en óvíst er með heimkomu liðsins vegna veðurs og því tekin sú ákvörðun að fresta búningaafhendingunni einnig.