Króksþrif með athyglisverða nýjung

Nú getur hreingerningarfyrirtækið Króksþrif á Sauðárkróki boðið upp á umhverfisvæna bónleysingu sem er nýjung hér á landi og er fyrsta og eina fyrirækið á Íslandi sem það getur.

Á heimasíðunni Króksþrif.is segir að  nýja vélin sem er SCRUBTEC BOOST frá Nilfisk sé hvort tveggja í senn gólfþvottavél og bónleysi-vél. Um er að ræða umhvefisvæna bónleysivél því hún getur bónleyst án notkunar bónleysi-efna. Með einstakri "juð" tækni er hægt að velja á milli "þurr-bónleysun" og "blaut-bónleysun". Í þurrbónleysingu er engin vökvi notaður en í blautbónleysun er aðeins notast við vatn.

Þessi nýja tækni frá Nilfisk gerir fyrirtækinu kleift að bónleysa svæði og rými án þess að þurfa að loka þeim fyrir almennri umferð, nema rétt á meðan bónað er, og umfram allt þá er hægt að bóna strax að lokinni bónleysingu.

Fleiri fréttir