Krullað, skautað og keilað
Á vef FNV segir af því að síðstliðinn miðvikudag hélt 60 manna útivistarhópur skólans í víking til Akureyrar þar sem nokkrar ágætar íþróttir voru kynntar nemendum. Farið var í krullu fyrir hádegi og eftir hádegi sýndu nemendur snilldartaka á skautum. Að því loknu var haldið í keilu þar sem nemendur náðu úr sér hrollinum.
Fram kemur í fréttinni að allir komu heilir heim utan einn nemandi sem varð hált á svellinu í krullunni og brákaði viðbein.
Fleiri myndir frá ferðinni má sjá á heimasíðu FNV >