KS-deildin fer af stað í næstu viku
Meistaradeild Norðurlands eða KS-deildin í hestaíþróttum er að hefja starfsemi sína þennan veturinn en úrtaka mun fara fram 30. janúar í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Keppt verður um sex laus sæti í deildinni. Að venju verður keppt í fjór- og fimmgangi og samanlagður árangur telur. Úrtökumótið byrjar kl. 20:00.
Skráning er hjá Eyþóri í síma 8482725 og Stefáni í síma 8602050 fyrir sunnudagskvöld 27. jan.
Keppnisdagar í vetur eru eftirfarandi:
- 20. feb. Fjórgangur
- 6. mars Fimmgangur
- 20. mars Tölt
- 10. apríl Skeið og slaktaumatölt
