KS ekki á leið í norðlenska peningastofnun
Svæðisútvarpið sagði frá því að í gær að þreifingar væru hafnar um stofnun norðlenskrar peningastofnunar með aðkomu Saga Capital, KEA, Kaupfélags Skagfirðinga og Sparisjóða á svæðinu. Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðar kaupfélagsstjóri sagði í samtali við Feyki.is að hann hefði aldrei heyrt á þetta minnst; -Ekki fyrr en ég las þessa frétt á textavarpinu, segir Sigurjón.
Þeir sparisjóðir sem samkvæmt frétt rúv á að sameina undir hinni nýju stofnun eru Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Ólafsfjaðrar, Sparisjóður Siglufjarðar, Sparisjóður Skagafjaðrar og Sparisjóður Höfðhverfinga á Grenivík.
Sparisjóður Skagafjarðar, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hafa nú þegar verið sameinaðir undir nafni Afls Sparisjóðs þó svo að þeir starfi hver undir sínu gamla nafni.
Þá er samkvæmt frétt svæðisútvarpsins og inni í myndinni að KEA og Kaupfélag Skagfirðinga komi að stofnun þessarar nýju sameinuðu stofnunar auk SagaCapital fjárf.banka. Fulltrúar Kaupfélags Skagfirðinga hafa hins vegar, eins og kom fram hér áður, aldrei heyrt á málið minnst.