KS greiðir viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg

Kaupfélag Skagfirðinga sendi á dögunum frá sér tilkynningu til sauðfjárbænda þar sem kemur fram að ákveðið hafi verið að greiða viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg síðasta hausts.

Í tilkynningunni segir: „Sláturtíðin gekk í raun ágætlega og sala á afurðum hefur gengið nokkuð vel. Það liggur nú fyrir, að veiking íslensku krónunnar reyndist meiri heldur en við þorðum að byggja áætlun okkar á í haust og hefur það komið okkur til tekna. Því hefur verið tekin ákvörðun hjá Kjötafurðastöð KS og Sláturhúsi KVH um að greiða viðbótargreiðslu á lambakjötsinnlegg s.l. hausts.“

Ætlunin er að greiða 6,04% á innlegg í september og október og 10% á innlegg ágústmánaðar. Viðbótargreiðslan verður reikningsfærð þann 20. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir