Kvenréttindafélag Íslands vill sýna á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
09.02.2015
kl. 13.02
Kvenréttindafélag Íslands hefur vakið máls á því að setja upp sýningu á Blönduósi í apríl nk. í samstarfi við Blönduósbæ. Var erindi þess efnis tekið fyrir á fundi menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar Blönduósbæjar í síðustu viku.
Um er að ræða sýningu um kvenréttindabaráttuna síðustu 100 árin. Sýningin samanstendur af átta stórum spjöldum sem eru myndskreytt og með stuttum texta á ensku og íslensku. Nefndin tekur jákvætt í erindið og mun athuga með hentugt húsnæði undir sýninguna og mögulegan fyrirlestur.