Kvikmyndahátíð í Nesi listamiðstöð

Í dag milli klukkan 17 og 18 verður haldin kvikmyndahátíð í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Þar verða sýndar stuttmyndir eftir fyrrverandi Nes listamenn og eru Skagstrendingar hvattir til að líta við á leið heim frá vinnu og horfa á myndirnar. Þar má meðal annars sjá nokkur kunnugleg andlit heimamanna og stuttmynd af tilurð skúlptúrs eftir Ólaf Bernódusson sem er nú í Listasafni ríkisins í Osaka í Japan.
 

Hátíðin verður í stúdiói Ness listamiðstöðvar að Fjörubraut 8 frá klukkan 17-18. 

Stuttmyndirnar sem sýndar verða eru:

Móðurfaðir eftir Tosca Hidalgo y Terán
Börn vatnsins & Eitt sinn fjall eftir Jeff Mertz
Víðáttumikið landslag – postulínssögur eftir Leu Vidakovic
Elísabet og Baltasar eftir Melody Woodnutt
Breikopp eftir Sigbjörn Bratlie
Adrift eftir Markus Schroder
Ljósið í norðri eftir Aaron Palabyab
Ólafur eftir Yu Araki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir