Kvöldopnun í Aðalgötunni nk. föstudag

Aðalgatan á Króknum. Mynd: Erla Einarsdóttir.
Aðalgatan á Króknum. Mynd: Erla Einarsdóttir.

Eins og bæjarbúar hafa kannski tekið eftir hafa fyrirtækin í Aðalgötunni á Sauðárkróki verið í samstarfi undanfarin misseri um að hafa aukaopnanir af og til og þá einkum á kvöldin. Hefur þá verið reynt að hafa líf og fjör í gamla bænum og/eða kósý stemningu til að hvetja bæjarbúa til að rölta um bæinn sinn, hittast og spjalla í rólegheitum og njóta samvista með náunganum. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á þessum samvinnuvettvangi sem sumar eru komnar í framkvæmd á meðan aðrar eru í vinnslu og/eða enn á hugmyndastigi.

Það er okkar von, sem stöndum að þessum fyrirtækjum, að fólk kunni að meta þessa viðleitni og viljum við til dæmis benda á að ef einhver hefur áhuga á að standa fyrir pop-up viðburði í tengslum við þessi kvöld, eins og tónlist/leiklist/trúbba eða eitthvað þ.h. þá endilega hafa samband við okkur. Það er sem dæmi alls staðar hægt að fá að komast í rafmagn ef þarf.

Næsta kvöldopnun í Aðalgötunni verður föstudaginn 6. desember nk. og verður hún að sjálfsögðu með jólalegu sniði. Við vonumst til að sjá sem allra flesta á röltinu þá í góða skapinu  í fallega gamla bænum okkar. Endilega fylgist með okkur á Facebook: „Aðalgatan á Króknum“ og auglýsingum í Sjónhorninu.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir