Kynningarfundur um nýundirritaðan kjarasamning á Kaffi Krók

Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, undirritaði samning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 3. júlí sl. um framlengingu og breytingar á kjarasamningum vegna starfsmanna sveitarfélaga. Haldinn verður kynningarfundur um kjarasamning Kjalar við Svf. Skagafjörð á Kaffi Krók á morgun, þriðjudaginn 8. júlí frá kl. 17:30 til 18:30.

Á heimasíðu Kjalar kemur fram að BSRB hafi undirritaði samskonar samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga og tekur hann gildi á sama tíma.

Samningurinn tekur gildi frá 1. maí sl. og er til 30. apríl 2015. Samkvæmt vefnum eru helstu atriði hækkun grunnlauna og persónuuppbótar á samningstímanum. Grunnhækkun verður 9.750 kr. frá 1. maí 2014.

Póstkosning um kjarasamning stendur yfir og þarf að koma kjörseðli í póst fyrir 17. júlí nk.  Nánari upplýsingar um kjarasamninginn má sjá á heimasíðu Kjalar.

Fleiri fréttir