Lægir smám saman með deginum og léttir til
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er norðaustan 8-13 m/s, skýjað og úrkomulítið. Lægir smám saman og léttir til, hæg breytileg átt í kvöld, léttskýjað að mestu og frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum. Hæg suðlæg átt á morgun og bjart í veðri.
Á Norðurlandi eru vegir að mestu greiðfærir á láglendi en snjóþekja, hálka, hálkublettir og sumstaðar éljagangur eða snjókoma á fjallvegum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s síðdegis. Slydda eða rigning, hiti 1 til 6 stig. Hægari vindur og þurrt á NA-verðu landinu, frost þar víða 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Austan 10-18 m/s og rigning, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti yfirleitt 1 til 8 stig.
Á föstudag:
Norðaustanátt og slydda eða rigning, einkum A-lands, en þurrt á SV-landi. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Norðanátt og snjókoma eða él, en úrkomulaust syðra. Frystir víða um land.
Á sunnudag:
Norðanátt og dálítil él, en léttskýjað á S- og V-landi. Kalt í veðri.