Lækkun umferðahraða hafnað

logo-holarSkipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar hefur hafnað erindi Þórðar Inga fyrir hönd Hólastaðar um lækkun hámarkshraða í Brúsabyggð og Nátthaga á Hólum.

Var það mat íbúa að lækka skyldi umferðahraða við ofangreindar götur niður í 15 km/klst. Samkvæmt nefndinni er mörkuð stefna í Aðalskipulagstillögu sveitarfélagsins að  allar húsagötur í þéttbýli hafi 30 km/klst hámarkshraða nema annað sé sérstaklega ákveðið.
Umferðahraði í Brúsabyggð og við Nátthaga mun því áfram vera 50 km/klst.

Fleiri fréttir