Landsliðið æfði í Stólnum

Árni Þorvaldsson

Skíðalandslið Íslands hélt til á skíðasvæðinu í Tindastóli alla síðustu viku. Aðstaða til skíðaiðkunnar er hvergi betri hér á landi um þessar mundir.

Björgvin Björgvinsson

Landsliðsmennirnir voru ánægðir með veru sína í Skagafirðinum og skulum við vona að hún verði þeim til framdráttar í keppnum framtíðarinnar.

Stefán Jón Sigurgeirsson
Stefán Jón Sigurgeirsson

Helgina áður heimsóttu skíðafélögin Ármann, ÍR, Víkingur og KR skíðasvæðið og voru við æfingar og einnig komu um 30 ungmenn úr hópnum "Adrenalín gegn rasisma" og áttu góðar stundir í fjallinu 

Fleiri fréttir