Landsliðið æfði í Stólnum
Skíðalandslið Íslands hélt til á skíðasvæðinu í Tindastóli alla síðustu viku. Aðstaða til skíðaiðkunnar er hvergi betri hér á landi um þessar mundir.
Landsliðsmennirnir voru ánægðir með veru sína í Skagafirðinum og skulum við vona að hún verði þeim til framdráttar í keppnum framtíðarinnar.