Landsmót Skotíþróttasambands Íslands á Blönduósi

Mynd af Facebooksíðu Markviss.
Mynd af Facebooksíðu Markviss.

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglagreininni Skeet verður haldið á skotsvæði Skotfélgasins Markviss dagana 29. og 30. júní. Á Facebooksíðu Markviss kemur fram að skráning á mótið hefur verið með miklum ágætum og stefnir í eitt fjölsóttasta mót sumarsins. Keppendur eru skráðir í flestum, ef ekki öllum, flokkum og frá átta skotíþróttafélögum víðs vegar af að landinu.

Keppni hefst á laugardagsmorgun kl. 10:00 og stendur fram eftir degi en þá verða skotnar þrjár umferðir. Keppni lýkur svo á sunnudaginn þegar fjórar til fimm umferðir verða skotnar ásamt úrslitum í karla og kvennaflokki.

Hér gefst tilvalið tækifæri fyrir áhugafólk um skotfimi til að renna við á skotsvæðinu og fylgjast með mörgum af bestu skyttum landsins etja kappi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir