Landsmót smalahunda á Vorboðavelli um helgina
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
25.08.2010
kl. 08.51
Landsmót smalahunda verður haldið á Vorboðavelli við Bakkakot dagana 28. og 29. ágúst nk. Keppni hefst kl.10 báða dagana. Allir eru hvattir til að koma og sjá flotta hunda við skyldustörf en hægt verður að horfa á keppnina úr bílum ef kalt verður í veðri.
Styrktaraðilar mótsins eru S.A.H Afurðir á Blönduósi, landbúnaðarverslunin Lífland og einnig Vistor sem selur Hills hundamat og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, segir talsmaður Smalahundafélagsins Snata í A-Hún sem eru gestgjafar keppninnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.