Langur sólarhringur á enda
feykir.is
Skagafjörður
22.10.2010
kl. 11.09
Nú er síðasti klukkutíminn eftir af hinu skemmtilega en erfiða dansmaraþoni 10. bekkinga Árskóla á Sauðárkróki en á hádegi hafa krakkarnir dansað sleitulaust í 26 klukkutíma.
Maraþonið er liður í fjáröflun bekkjarins í ferðasjóð en hefð hefur skapast fyrir því að efstu bekkingar heimsæki frændur vora Dani í lok grunnskólagöngunnar.
Í gær var sérstök danssýning þar sem allir bekkir Árskóla sýndu dans undir stjórn hins ástsæla danskennara Loga Vígþórssonar og er óhætt að segja að allir sem í íþróttahúsinu voru skemmtu sér vel.
Þeir sem ekki hafa farið og fylgst með krökkunum eru hvattir til að líta við og nú veitir ekki af hvatningu þegar augnlokin eru orðin þung eins og blý.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.