Latneski mánuðurinn hjá Nes-listamiðstöð
Átta listamenn verða á Skagaströnd í mars á vegum Nes-listamiðstöðvar. Með mökum og einu barni er um að ræða þrettán manns. Gárungarnir kalla mars latneska mánuðinn vegna þess hve margir koma frá suðlægum löndum.
En þetta eru listamennirnir:
Marie Britt, myndhöggvari frá Írlandi ásamt maka og barni
Lucy McKenna, málari frá Írlandi
Nadege Druzkowski, málari frá Frakklandi
Lucas Gervilla, videó-listamaður frá Brasilíu
Julieta do Vale, portúgalskur myndlistamaður ásamt maka
Noemi Romano, textílistamaður frá Ítalíu
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, myndhöggvari ásamt maka
Mie Olise Kjærgaard, fjöllistamaður frá Danmörku
/Skagaströnd.is
