Laufey Rún og Gauti frjálsíþróttafólk UMSS

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði fór fram á Hótel Varmahlíð sunnudaginn 14. nóvember. Góðu ári var fagnað, mikil fjölgun varð meðal iðkenda frjálsíþrótta í héraðinu á árinu og árangur var mjög góður í keppni Má þar nefna að á Íslandsmeistaramótum ársins unnu Skagfirðingar 42 verðlaun, 7 gull, 17 silfur og 18 bronsverðlaun.

Á hátíðinni var fjölmenni sem naut frábærs matar Svanhildar og starfsfólks hennar. Frjálsíþróttadeild UMF Tindastóls og Frjálsíþróttaráð UMSS afhentu viðurkenningar fyrir gott starf á árinu, og Halldór Örn, Guðjón og félagar toppuðu frábæra frammistöðu frá síðasta ári með nýju myndbandi.

Frjálsíþróttadeild UMF Tindastóls veitti viðurkenningar:

Besta ástundun 11-14 ára:

Sveinbjörn Óli Svavarsson.

Rúnar Ingi Stefánsson.

Mestu framfarir 11-14 ára:

Hrafnhildur Gunnarsdóttir.

Fríða Ísabel Friðriksdóttir.

Óvæntasta afrek 11-14 ára:

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (Hástökk 1,61m).

Besta ástundun 15 ára og eldri:

Árni Rúnar Hrólfsson.

Jóhann Björn Sigurbjörnsson.

Mestu framfarir 15 ára og eldri:

Árni Rúnar Hrólfsson.

Guðrún Ósk Gestsdóttir.

Óvæntasta afrek 15 ára og eldri:

Gauti Ásbjörnsson (Stangarstökk 4,72m).

Íslandsmeistarar 2010:

Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (12): Hástökk, langstökk og 4x200m boðhlaup ih., hástökk uh.

Fríða Ísabel Friðriksdóttir (12): 4x200m boðhlaup ih.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir (12): 4x200m boðhlaup ih.

Þórdís Inga Pálsdóttir (12): 4x200m boðhlaup ih.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (14): Hástökk uh.

Árni Rúnar Hrólfsson (19-22): 1500m hlaup uh.

Gauti Ásbjörnsson: Stangarstökk uh.

Frjálsíþróttaráð UMSS veitti viðurkenningar:

Efnilegustu unglingar:

Jóhann Björn Sigurbjörnsson.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.

Frjálsíþróttakona Skagafjarðar:

Laufey Rún Harðardóttir.

Frjálsíþróttakarl Skagafjarðar:

Gauti Ásbjörnsson.

Fleiri fréttir