Launakönnun innan sveitarfélags
feykir.is
Skagafjörður
13.10.2008
kl. 11.01
Byggðaráð Skagafjarðar hefur falið stjórnsýslu- og fjármálasviði sveitarfélagsins að framkvæma launakönnun þar sem gerð verði úrtakskönnun á launum starfsmanna sveitarfélagsins í sambærilegum störfum.
Er könnunin gerð til þess að greina hvort um kynbundinn launamun sé að ræða sbr. 1. gr. jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins.