Lausnamið, nýtt bókhaldsfyrirtæki á Skagaströnd

Erla Jónsdóttir eigandi Lausnamiða, og Sigríður Gestsdóttir starfsmaður. Mynd: PF.
Erla Jónsdóttir eigandi Lausnamiða, og Sigríður Gestsdóttir starfsmaður. Mynd: PF.

Nýtt sprotafyrirtæki á sviði bókhaldsþjónustu og rekstrarráðgjafar, Lausnamið, tók til starfa í síðustu viku á Skagaströnd. Í gær var opið hús og var gestum og gangandi boðið að þiggja veitingar og fræðast um reksturinn. Lausnamið er staðsett á Einbúastíg 2 og vinna þar tvær konur, eigandi fyrirtækisins Erla Jónsdóttir rekstrarfræðingur, og Sigríður Gestsdóttir, viðurkenndur bókari.

Í ávarpi Erlu kom fram að markmið Lausnamiða sé að viðskiptavinir geti komið og fengið alla þá skrifstofuþjónustu sem þeir þurfa hvort heldur sem er á sviði bókhalds eða annarrar sérfræðiþjónustu varðandi rekstur og er stefnt að því að efla starfssemina og þar með fjölga starfsmönnum í framtíðinni. Einnig er boðið upp á endurskoðun reikninga þar sem gerður hefur verið samstarfssamningur við endurskoðunarfyrirtækið Enor á Akureyri.

Í tilefni dagsins var fyrirtækinu formlega afhent bókhaldsgögn nokkurra fyrirtækja, félaga og stofnana, m.a. Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, sem hvatti í ávarpsorðum sínum, fólk og fyrirtæki á Skagaströnd, stór- Húnavatnssýslna-svæðinu, Skagafirði og Íslandi öllu til að beinaviðskiptum sínum til þessa nýja fyrirtækis enda ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtæki starfi í sveitarfélaginu ef viðskiptum væri beint annað.

Heimasíða fyrirtækisins er lausnamid.is og þar er hægt að finna nánari upplýsingar um starfsemi og sögu fyrirtækisins.

Meðfylgjandi myndir eru frá athöfninni í gær. /PF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir