Laxveiði dræmari en í fyrra
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.07.2018
kl. 08.15
Veiði í húnvetnskum laxveiðiám hefur verið heldur dræm það sem af er sumri sé miðað við veiðitölur undanfarinna tveggja ára. Á lista sem birtur var á fimmtudag má sjá að Miðfjarðará er nú í fimmta sæti yfir aflahæstu ár landsins með 1058 laxa en á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1458 laxar. Blanda situr í níunda sætinu þar sem veiðin er 668 laxar en sambærileg tala í fyrra var 913.
Í Laxá á Ásum höfðu veiðst 335 laxar og var hún í 17. sæti, Víðidalsá var í 23. sæti með 232 og Vatnsdalsá í 24. sætinu og var veiðin þar 213 laxar.
Lista yfir 75 aflahæstu árnar má sjá hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.