Leiðangur Polar Row endar á Sauðárkróki

Mynd: Polarrow.com
Mynd: Polarrow.com

Hópur ævintýramanna, undir forystu Fiann Paul, hefur undanfarnar vikur róið á opnum báti yfir Norður Atlantshafið frá Noregi til Svalbarða og þaðan til Jan Mayen. Þaðan er ætlunin að róa til Íslands og taka land á Sauðárkróki. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem róið er á þessum slóðum svo langar vegalengdir og setja ræðararnir því nokkur met í leiðangrinum.

Fulltrúar Guinness Records munu fylgjast með árangri kappanna og skrá þau í metabækur ef að líkum lætur. Auk þeirra markmiða hópsins að setja heimsmet með uppátæki sínu er annað  sem skiptir ekki síður máli en það er að stuðla að uppbyggingu grunnskóla í fjöllum Himalaja en það verður annar slíkur skóli með fjármögnun Fiann Paul góðgerðasamtakanna.

Ræðararnir eru nú staddir við Jan Mayen og erfitt að segja til um hvenær von er á þeim til Íslands en helst er búist við þeim í upphafi eða um miðja þarnæstu viku. Myndin sýnir ferðaferil ræðaranna um Norður-Atlantshafið. Fiann Paul er íslenskur lista- og íþróttamaður sem fæddur er og uppalinn í Póllandi. Hann komst í Heimsmetabók Guinness fyrir að vera fyrstur manna til að halda hraðametum á öllum stóru heimshöfunum samtímis og er það einn mesti heiður í sögu sjávarróðrar, samkvæmt Wikipedia.

Ræðararnir eru nú staddir við Jan Mayen og erfitt að segja til um hvenær von er á þeim til Íslands en helst er búist við þeim í upphafi eða um miðja þarnæstu viku. Munu þeir hafa lent í lífsháska og hafa ekki getað haldið sama hraða og á fyrri leggnum.

Hægt er að fylgjast með ferðum Pauls og félaga á vefsíðunni polarrow.com.

Fleiri fréttir