Leiði Sigurðar Pálssonar héraðslæknis lagfært

Í gær var þess minnst að hundrað ár voru liðin frá dauða Sigurðar Pálssonar héraðslæknis Skagfirðinga, en hann drukknaði í Laxá í Refasveit 13. október 1910. Sigurður var afar vinsæll læknir og stóð að ýmsum framfaramálum í Skagafirði. Stóð hann t.d. að byggingu fyrsta sjúkrahússins í Skagafirði.

Lát Sigurðar var mikið áfall og báru Húnvetningar og Skagfirðingar lík hans á höndum frá Höskuldsstöðum til Sauðárkróks um 40 kílómetra leið og jarðsettu á Sauðárkróki.

Nú hefur Rotaryklúbburinn og Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju með stuðningi Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki látið lagfæra leiði Sigurðar og í kvöld mun Unnar Ingvarsson flytja erindi hjá Rotaryklúbbnum um Sigurð og hans störf í héraðinu. Fundur Rotaryklúbbsins hefst Kl. 19  í húsi félagsins að Aðalgötu 8 og eru allir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir