Leitað að ljósi

Björgunarsveitir af Vesturlandi voru kallaðar út í gærkvöldi til leitar á Holtavörðuheiði eftir að neyðarblys, eða annað ljós, sást á lofti norðaustur af háheiðinni rétt fyrir klukkan 18:00. Ljósið sást nokkuð víða og ekki var talið útilokað að um einhverskonar náttúrufyrirbæri hafi verið að ræða.

Á fjórða tug björgunarmanna taka þátt í eftirgrennslan og kannaði svæðið akandi og á fjórhjólum. Meðal annars könnuðu þeir hvort þar væri að finna mannlausar bifreiðar eða önnur merki um að einhver sé í vanda staddur.

Leitin var svo afturkölluð á tíunda tímanum í gærkvöldi og er talið að ljósið hafi ekki verið neyðarblys heldur einhvers konar náttúrufyrirbæri.

Fleiri fréttir