Lestrarátaki lýkur í dag

Í dag lýkur tveggja vikna lestrarátaki nemenda grunnskólans á Hvamstanga. Átakið fór þannig fram að á hverjum degi þennan tíma unnu nemendur skólans við lestur og lesskilning (gagnvirkan lestur) tvær kennslustundir á dag undir handleiðslu kennara.

Þá var ýmislegt gert til þess að auka áhuga nemenda á  bókum og bókalestri s.s. bókakynningar auk þess sem  Þórarinn Eldjárn heimsótti skólann.

Fleiri fréttir