Léttskýjað að mestu og frost í dag

Sunnan 3-8 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra, léttskýjað að mestu og frost 0 til 8 stig. Dálítil snjókoma í kvöld og nótt, en suðaustan 5-10 á morgun og slydda eða snjókoma og hlánar.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru aðalleiðir á Norðurlandi vestra mikið til auðar en nokkur hálka er á útvegum. Hálka er á Öxnadalsheiði.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s undir kvöld og slydda eða rigning og hiti 0 til 6 stig. Hægari vindur og þurrt á norðaustanverðu landinu og vægt frost.

Á fimmtudag:

Austan 10-18 m/s og rigning, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti yfirleitt 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á föstudag:

Hvöss norðaustan átt. Él norðvestantil, yfirleitt þurrt suðvestantil, en annars slydda eða rigning. Kólnar lítið eitt.

Á laugardag:

Norðanátt og él, en þurrt sunnan- og suðvestanlands. Frystir víða um land.

Á sunnudag:

Norðanátt og dálítil él, en léttskýjað á S- og V-landi. Kalt í veðri.

Á mánudag:

Suðaustlæg átt og víða þurrt og kalt í veðri, en hlánar suðvestantil með dálitilli vætu.

Fleiri fréttir