Leyfi þarf fyrir hunda- og kattahaldi

Kæru hunda- og kattaeigendur. Af gefnu tilefni minnir Sveitarfélagið Skagafjörður á að leyfi þarf fyrir hunda- og kattahaldi í þéttbýlisstöðunum í Skagafirði  þ.e.  á  Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum, Varmahlíð og Steinsstöðum. Þannig hljómar auglýsing frá sveitarfélaginu Skagafirði í dag.

Sækja þarf um leyfi og borga árgjald af hverju dýri og skylt er að hafa dýrið örmerkt , með ól um hálsinn ásamt plötu sem í er grafið skráningarnúmer  dýrsins. Einnig er skylt að færa það til ormahreinsunar ár hvert.  Innifalið í árgjaldi er ábyrgðartrygging sem nær til tjóns sem dýrið  kann að valda þriðja aðila. Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa innan marka þéttbýlis og eiganda /umráðamanni  er alltaf skylt að fjarlægja saur eftir hundinn.

Bent er á að reglur um hunda- og kattahald má nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins  og einnig  í  Ráðhúsinu og er skorað á hunda og kattaeigendur að kynna sér reglurnar og fara eftir þeim í hvívetna.

Fleiri fréttir