Lið Hattar hafði betur á Vilhjálmsvelli

Arnar Ólafs á fullri ferð í leiknum gegn Vestra um helgina. Arnar gerði eina mark Stólanna í gær en það dugði ekki til. MYND: ÓAB
Arnar Ólafs á fullri ferð í leiknum gegn Vestra um helgina. Arnar gerði eina mark Stólanna í gær en það dugði ekki til. MYND: ÓAB

Sjöunda umferð 2. deildar karla í knattspyrnu hófst í gærkvöldi og héldu leikmenn Tindastóls af því tilefni austur á Egilsstaði þar sem þeir léku við Hött. Fyrir leik voru bæði lið með þrjú stig en að honum loknum voru það heimamenn í Hetti sem voru komnir með sex stig því þeir sigruðu 3-1.

Öll mörk leiksins komu á 15 mínútna kafla. Höttur komst yfir á 40. mínútu með marki frá Ignacio Gonzales Martinez og staðan 1-0 í hálfleik. Guðjón Ernir Hrafnkelsson gerði annað mark heimamanna á 47. mínútu en Arnar Ólafsson kom Stólunum inn í leikinn á ný með marki á 51. mínútu en Martinez gerði annað mark sitt í leiknum þremur mínútum síðar og fleiri urðu mörkin ekki.

Tindastóll er því áfram með þrjú stig en næsti leikur er hér heima laugardaginn 24. júní kl. 18:00 en þá kemur lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði í heimsókn.

Hún er talsvert brött brekkan sem ungt lið Tindastóls stendur í um þessar mundir og ekki er það að hjálpa neitt að nokkrir lykilmenn glíma við meiðsli. Konni fyrirliði meiddist á hendi í annari umferð og er enn ekki kominn á ferðina og um síðustu helgi fór Óskar Smári, einnig fyrirliði, af velli á börum en hann tognaði illa og reif vöðva í læri og verður að líkindum frá í tvo mánuði hið minnsta. Hann getur þó, líkt og annar þjálfara Tindastólsliðsins, Guðjón Örn, sem einnig er fjarri góðu gamni, huggað sig við að það verður eitthvað spennandi í sjónvarpinu næstu vikurnar, 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir