Lið Kormáks/Hvatar enn í góðum séns

Lið Kormáks/Hvatar. MYND AF NETINU
Lið Kormáks/Hvatar. MYND AF NETINU

Leikmenn Kormáks/Hvatar mættu á Grýluvöllinn í Hveragerði í blíðuveðri síðastliðinn föstudag og öttu kappi við lið Hamars í átta liða úrslitum 4. deildar. Húnvetningar mættu örlítið brotnir til leiks en tveir Spánverjar voru í banni eftir hasarinn í lokaleik liðsins í B-riðlinum viku áður. Það fór svo að Hvergerðingar fóru með sigur af hólmi, lokatölur 3-2.

Það var Sigurður Bjarni Aadnegard sem kom gestunum yfir á 31 mínútu en Samuel Andrew Malson jafnaði úr víti fimm mínútum síðar. Staðan 1-1 í hálfleik. Malson kom Hamri yfir á 59. mínútu og Pétur Ómarsson kom sínum mönnum í 3-1 þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloks. Markahrókurinn Hilmar Þór Kárason lagaði stöðuna fyrir Kormák/Hvöt á 77. mínútu og lagaði þar með stöðu liðs síns fyrir seinni leik liðanna sem verður spilaður annað kvöld á Blönduósi. 

Það er því um að gera fyrir stuðningsmenn Kormáks/Hvatar að skella sér á Blönduósvöll og styðja við bakið á sínum mönnum. Leikurinn hefst kl. 17:15 þann 3. september. Áfram Kormákur/Hvöt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir