Líklega kosið um sameiningu 8.-22. júní

Skagabyggð og Húnabyggð stefna á sameiningu. MYND: ÓAB
Skagabyggð og Húnabyggð stefna á sameiningu. MYND: ÓAB

Feykir sagði frá því fyrir viku að Húnabyggð og Skagabyggð hefðu samþykkt að ganga til kosninga í júní um sameiningu sveitarfélaganna. Að líkindum fer kosning fram dagana 8.-22. júní. Ef sameining verður samþykkt þá mun hún taka gildi 1. ágúst 2024. Síðastliðinn sunnudag var opinn fundur í Skagabúð fyrir íbúa Skagabyggðar þar sem sameiningarmál voru m.a. rædd.

Erla Jónsdóttir, oddviti Skagabyggðar, tjáði Feyki að íbúafundurinn hafi meira fjallað um aðdragandann að sameiningunni en sameininguna sjálfa. „En almennt þá lagðist þetta vel í íbúa að mínu mati enda tillagan í samræmi við áherslur okkar starfshóps um sameiningarvalkost sem skipaður var einstaklingum sem sameining hefur mest áhrif á,“ sagði Erla þegar Feykir spurði hvernig ákvörðun um sameiningu hafi lagst í íbúa.

Ákvörðun um að fara í viðræður við Húnabyggð var byggð á valkostagreiningu sem farið var í á árinu 2023. Starfshópur sem skipaður var foreldrum í sveitarfélaginu, sem áttu börn á aldrinum 0-12 ára, vann þá valkostagreiningu og skilaði tillögu til sveitarstjórnar í nóvember 2023 að hefja viðræður við Húnabyggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir