Lionsfélagar safna fyrir lækningatækjum

Dagana 5.-7. apríl nk. munu Lionsfélagar um land allt selja rauða fjöður til þess að safna fyrir tækjabúnaði fyrir sykursjúka, sjónskerta og blinda. Markmiðið er að safna að lágmarki fyrir tveimur augnbotnamyndavélum sem staðsettar verða á innkirtladeild Landspítalans og á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð Blindrafélagsins.

Lionsfélagar verða á fjölförnum stöðum í öllum stærstu sveitarfélögum landsins, t.d. í verslunarmiðstöðvum, verslunum og víðar. Landsmenn eru hvattir til að taka Lionsfélögum vel og styrkja átakið. Þeim sem vilja leggja málinu lið með öðrum hætti er bent á heimasíðuna Lions.is og söfnunarsímanúmerin.

Í frétt á vef Lions segir: „Afrakstri af sölu Rauðu fjaðrarinnar þetta árið verður varið til kaupa á „Augnbotnamyndavél OCT” (optical coherence tomography). Þetta er tæki til myndgreiningar á augnbotnum, sjónhimnu og sjóntaugum. Það mun nýtast við greiningar og eftirlit á augnsjúkdómum sem og við fræðslu fyrir notendur. Myndrannsóknin tekur bæði til yfirborðs ásamt því að sýna dýpri lög, eins konar sneiðmyndataka af sjónhimnu og sjóntaug og veitir því mun ítarlegri upplýsingar en hefðbundin augnbotnamyndataka.   OCT þykir í dag og er til framtíðar nauðsynlegt tæki við eftirlit á t.d. hrörnun í augnbotnum, sem er algengasti augnsjúkdómur meðal eldra fólks. Tækið nýtist einnig fyrir aðra hrörnunarsjúkdóma í augum.  Hvert tæki kostar um 10.000.000 kr.  Breytingar á augnbotnum er einn fylgifiska sykursýki en tengsl eru milli sykursýki og blindu.“

Hægt er að styrkja söfnun Rauðu fjaðrarinnar beint í gegnum vef Lionshreyfingarinnar, www.lions.is. Leggja má verkefninu lið með því að millifæra upphæða að eigin vali á reikning Lions: 0516-26-017722, kt. 640572-0869. Þá er hægt að hringja í eftirfarandi númer og styrkja um viðeigandi krónutölu en fjárhæð skuldfærist af símreikningi þegar hringt er í símanúmerið:
908 1101 fyrir kr 1.000
908 1103 fyrir kr. 3.000
908 1105 fyrir kr. 5.000

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir