List í skiptum fyrir allt milli himins og jarðar
Fimmtudaginn 23.september verður opið hús hjá Nesi listamiðstöð frá klukkan 18 til 20. Listamenn septembermánaðar bjóða Skagstrendingum og nærsveitungum í heimsókn í vinnustofur sínar þar sem listamennirnir munu sýna gestum sínum það sem þeir hafa unnið að undan farnar vikur.
Átta listamenn hafa dvalið í Nesi í september og koma þeir frá Þýskalandi, Frakklandi, Englandi, Bandaríkjunum og Kanada.
Listamenn mánaðarins eru:
Andrea Weber – innsetningar og teiknari – Frakkland/Þýskaland
Anja Fußbach – blönduð tækni – Þýskaland
Brandon Vickerd – myndhöggvari – Kanada
Caroline Piccioni – myndhöggvari – England
Clint Wilson – videólistamaður – Kanada
Erica Mott – dansari – Bandaríkin
Louise Mary Thomas – listmálari – England
Marion Bösen – silkiprentari – Þýskaland
Á sama tíma munu þær Marion og Anja hafa skiptimarkað sinn opinn. Öllum er velkomið að koma með eitthvað sem handgert er og skipta við þær og fá í staðinn listaverk að eigin vali. Það er t.d. hægt að koma með handverk eða bjóða þeim í bíltúr og sýna þeim eitthvað skemmtilegt. Einnig má segja þeim sögur eða jafnvel færa þeim eitthvað nýbakað eða eldað. Notið hugmyndaflugið og komið og skiptið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.