Listaflóð á vígaslóð

Menningarhátíðin Listaflóð á vígaslóð verður haldin dagana 11.-12. júlí. Kvöldvaka verður í Kakalaskála föstudagskvöldið 11. júlí kl. 20:30. Þar verður fjölbreytt dagskrá. Þingeyskir skemmtikraftar mæta á svæðið en það eru þeir Hörður Benonýsson, Sigurður Illugason og Pétur Ingólfsson sem skipa tríó er kallar sig Hárbandið.

Árni Geir Sigurbjörnsson tenór tekur lagið og Karlakórinn Brandur Kolbeinsson stígur á stokk. Skagamenn eiga síðan sína fulltrúa en BAK tríóið sem er skipað Sveini Arnari, Baldri Ketilssyni gítarleikara og Kristínu Sigurjónsdóttur fiðluleikara flytja alþekkt dægurlög og þjóðlög frá ýmsum tímum í nýstárlegum útsetningum. Pétur Ingólfsson úr Hárbandinu gerist þá liðhlaupi og spilar með BAK tríóinu á bassa.

Laugardaginn 12. júlí verður síðan mikið um dýrðir. Hádegistónleikar í Miklabæjarkirkju kl. 12 með BAK tríóinu og Pétri, göngutúr með Sigurði Hansen á Haugsnesgrundir eftir tónleika og klukkan 14 hefst síðan fjölskylduhátíðin "sunnan við garðinn hennar mömmu" á Syðstu-Grund. Fjölbreytt dagskrá með leikjum, lifandi tónlist, handverkum og hugverkum. Að sjálfsögðu verður Lilla á Grund klár með kaffiveitingar. Áætlað er að dagskránni ljúki um kl. 17.
Aðstandendur listaflóðsins bjóða alla hjartanlega velkomna á viðburðina.

Fleiri fréttir