Listaverk á gafl síldarþrónna á Skagaströnd
Í síðustu viku vann hópur ungs fólks að því að mála listaverk á gaflinn á gömlu síldarþrónum við höfnina á Skagaströnd. Listamennirnir eru á leið sinni í kringum landið í þeim tilgangi einum að lífga upp á bæi með því að færa list sína á ljótu veggina sem áreiðanlega fyrirfinnast í öllum byggðarlögum.
Á Skagaströnd fundu listamennirnir þrærnar og þar er nú mikið listaverk sem lífgar upp á annars líflausan vegg en það hefur skírskotun til sæskrímsla en í miðju verksins er skjaldamerki ríkisins með sínum fjórum kykvendum.
Listamennirnir sem voru í heimsókn á Skagaströnd eru allir í listnámi af einhverju tagi og hafa langa reynslu að baki eftir því sem kemur fram á vef Skagastrandar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.