Lítið ferðaveður í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
29.11.2018
kl. 09.41
Leiðinda veður er nú um allt land og leiðir víða lokaðar. Á Norðurlandi vestra er norðaustan hvassviðri þar sem vindhviður fara gjarna yfir 30 m/s og éljagangur víðast hvar. Í nótt náði 10 mínútna meðalvindhraði tæpum 34 m/s á Vegagerðarstöð við Blönduós að því er segir á vef Veðurstofunnar.
Vegurinn um Öxnadalsheiði er nú lokaður, á Þverárfjalli er stórhríð og á Vatnsskarði er óveður skv. upplýsingum Vegagerðarinnar. Þá er óveður og þæfingur á Siglufjarðarvegi.
Hálka, hálkublettir eða snjóþekja og snjókoma eða éljagangur er á flestum öðrum leiðum. Veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi hvassviðri og ofankomu í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.