Litla Dótabúðin opnar á Blönduósi
Húnahornið segir frá því að ný verslun hafi verið opnuð á Blönduósi og heitir hún Litla Dótabúðin. Búðin er staðsett á Húnabraut 4. Auk leikfanga selur verslunin meðal annars töskur og veski, barnaföt, jólaskraut, prjóna- og heklugarn.
Þá verður möguleiki að fá keyptar rafmagnsvörur og vörur tengdar tölvum. Verslunin verður opin frá kl. 13:00 til 18:00 alla virka daga og frá kl. 11:00-14:00 á laugardögum.
