Ljósastaura í sveitirnar

Samþykkt hefur verið hjá sveitarstjórn Húnaþings vestra að kanna áhuga eigenda lögbýla í fastri ábúð á uppsetningu ljósastaura við heimreiðar.
Ljósastaurarnir verða settir upp skv. vinnureglu sem sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt og sjá má hér að neðan.
Stefnt er að framkvæmdum á komandi sumri.
Sveitarsjóður greiðir uppsetningu tveggja ljósastaura á heimreið
við lögbýli í fastri ábúð. Reksturinn verður greiddur af
sveitarsjóði miðað við áætlaðan rekstrarkostnað RARIK. 
Óski ábúandi/eigandi eftir uppsetningu fleiri staura
ber ábúandi/ eigandi kostnaðinn. Uppsetning aukastaura verður
á sömu kjörum og sveitarsjóður fær.

Fleiri fréttir