Logi Einars með opinn viðtalstíma á Sauðárkróki

Logi Einarsson ráðherra og heiðurssöngvari Skriðjpkla. MYND AF ALÞINGI.IS
Logi Einarsson ráðherra og heiðurssöngvari Skriðjpkla. MYND AF ALÞINGI.IS

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra, verður með opinn viðtalstíma í Ráðhúsinu á Sauðárkróki næstkomandi mánudag, 17. nóvember kl. 10. Þar gefst áhugasömum færi á að eiga milliliðalaust spjall við ráðherrann um þau fjölmörgu málefni sem eru á borði menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins.

Í för með Loga verður einnig hópur úr menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, sem hyggst funda með heimamönnum um mál sem lúta að málefnasviðum ráðuneytisins.

Opnu viðtalstímarnir eru liður í heimsóknaröð menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um landið, en í maí sótti hann Ísafjörð heim, 6. október síðastliðinn var Logi á Akureyri og 16. október var ráðherrann á Austurlandi. Á ferð sinni um Skagafjörð mun ráðherrann jafnframt heimsækja fyrirtæki og stofnanir á svæðinu, auk þess að funda með sveitarstjórnarfólki.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir