Lögreglan á Sauðárkróki komin í jólagírinn

Lögreglan á Sauðárkróki eru sannarlega í jólaskapi, líkt og Lögreglan á Blönduósi, og hefur sent frá sér sérstaka jólakveðju á YouTube. Erna Rut Kristjánsdóttir,  Steinar Gunnarsson og sýslu­manns­full­trú­inn Birk­ir Már eru á ögn hátíðlegri nótunum, ef svo má segja, en kollegar þeirra á Blönduósi, og syngja lagið „Ave Maria“ á meðan þau keyra um bæinn í lögreglubílnum.

Með myndbandinu óskar Lögreglan á Sauðárkróki öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

http://youtu.be/S_mxCGKh_dE

Fleiri fréttir