Lokað á Vatnsskarði og ófært um Þverárfjall

Stormur er á Norðurlandi vestra, sunnan 15-23 og él, en dregur úr vindi síðdegis. Snjóþekja og snjókoma er á flestum leiðum í Húnavatnssýslum. Lokað er og allur akstur bannaður á Vatnsskarði og ófært og stórhríð er á Þverárfjalli. Flug hálka er frá Sauðárkróki að Hofsós. Þæfingsfærð með skafrenningi er á Öxnadalsheiði.

Norðaustan 5-10 verður á ströndum og Norðurlandi vestra á morgun og dálítil él, frost 0 til 6 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðan og norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugardag:

Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úrkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.

Á sunnudag:

Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.

Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa):

Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.

Fleiri fréttir