Lokahóf körfuknattleiksdeildar á síðasta vetrardag
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.04.2012
kl. 08.30
Lokahóf körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldið að kvöldi síðasta vetrardags, miðvikudaginn 18. apríl, á Mælifelli. Matur, skemmtiatriði, pistill og verðlaunaafhending.
Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í miða, sem kostar aðeins 2800 krónur, en hann er hægt að panta í síma 849-8115 á milli kl. 16.15 og 19 eða með því að senda netpóst á olafiakristin@gmail.com
