LOKSINS!!!! Make Up Store fáanlegt á Akureyri
Ekki hefur það farið framhjá mörgum að Make Up Store er eitt af uppáhalds förðunarvörum Fabjúlössar og eru þau mánaðarmóti ansi mörg sem dívan hefur grátið það að búa ekki sunnan heiða og geta farið á smá spreðerí í Make Up Store!
En nú hefur ský dregið frá sólu þar sem fulltrúar Make Up Store verða í Jöru á Glerártorgi, Akureyri um helgina og hefur Frökenin heyrt því hvíslað að þær komi til með að slá um sig með 20% afslætti. En til að toppa hamingjuna munu Make Up Store vörurnar svo vera fáanlegar hér eftir í Jöru og mun það heldur betur setja strik í framtíðarfjárhag Fabjúlössar! Þar sem Make Up Store vörurnar hafa einungis verið fáanlegar í Reykjavík hingað til, þá er koma þeirra til Akureyar kærkomin og rúmlega það og almennt gleðiefni. Ef þetta er ekki ástæða til að taka ísrúnt og meððí til Akureyrar um helgina þá erum við hérna í förðunarhorni Fabjúlössmans uppiskroppa með ástæður :)
En svona svo að þið tískutútturnar gangið ekki grunlausar inn í herlegheitin, þá ákvað Fabjúlöss sjálf að setja saman smá lista yfir sínar algjörlega uppáhaldsvörur frá MUS þó svo að hún viti ekki hvort þær tilteknu vörur verði til í Jöru um helgina. En ef þær verða til þá eru þær algjört "must buy"!!
1. Mixing liquid

Það er eiginlega algjört must að eiga þennann vökva!! Frökenin notar hann einna helst í það að útbúa eyeliner úr augnskuggum, og er hann algjör snilld í það! Ef þessi vökvi leynist í eigu hinnar almennu förðunarpíu, þá á hún í raun jafn mikið af eyelinerum og augnskuggum :)
2. Microshadow augnskuggi: Choco D'or

Þennann notar Fröken Fabjúlöss nánast í allar farðanir! Hann er svo óhemju fallega brúnn og hentar alveg fullkomlega, bæði í ljósari og dekkri farðanir. Þessi er einn af þessum sem verður að vera til í förðunarbuddunni!
3. Microshadow augnskuggi: Desert

Desert er einn af þessum litum sem fangar kannski ekki augað við fyrstu skoðun, en er liturinn sem færir förðunina úr því að vera jafnvel illa blandaða í að vera fullkomlega blönduð! Förðunarpían sænska hún Linda Hallberg notar þennann alveg ótrúlega mikið og eru það í raun bestu meðmæli sem vara getur fengið!
4. Svarti kökueyelinerinn
Svarti kökueyelinerinn- já eða í raun hvort heldur sem er svarti, hvíti eða brúni!! Þeir eru allir alveg óhugnalega góðir! Fröken Fabjúlöss hefur svo einnig gripið til þess ráðs þegar hún þarf á að halda að nota Mixing Liquid til að bleyta upp í penslinum og er eyelinerinn þá orðinn svo að segja vatnsheldur!
5. Wonder Powder
Þetta er það eina í upptalningunni sem Fröken Fabjúlöss á ekki, en girnist mjög!!!! Hún hefur bara heyrt góða hluti um þetta púður, að hægt sé að nota það eitt og sér eða yfir farða, að hægt sé að nota það sem highlighter eða í staðinn fyrir bronzer (fer eftir hvaða litur af púðrinu verður fyrir valinu) og svo er Wonder Powder-ið leyndarmálið á bak við þetta dásamlega nánast "inner glow" lúkk sem einkennir sænskar stelpur þessi misserin! Þetta púður er, eins og svo margar aðrar vörur frá Make Up Store, algjör skyldueign!
Stelpur! Endilega kíkið í Jöru á Akureyri um helgina, Fröken Fabjúlöss leggur nafn sitt og heiður að veði með það að þið verðið alls ekki sviknar!


