Losuðu bíl úr forarpytti

Bíll ferðalanganna. Mynd: Facebooksíða Björgunarfélagsins Blöndu.
Bíll ferðalanganna. Mynd: Facebooksíða Björgunarfélagsins Blöndu.

Fréttavefurinn Húni.is segir frá því í morgun að félagar úr Björgunarfélaginu Blöndu hafi í gær verið kallaðir út vegna erlendra ferðamanna sem fest höfðu bíl sinn í forarpytti á Vesturheiðarvegi á leiðinni í Kerlingafjöll. Á Facebook síðu Blöndu segir að ekki hafi nú forarpytturinn verið neitt sérstaklega stór og hefðu ferðamennirnir betur farið yfir stóra pollinn á veginum þar sem botninn er grjótharður. Vel gekk að losa bílinn og að því loknu var ferðamönnunum fylgt yfir Svörtukvísl og Blönduvað, meðfram Seyðisá og yfir á Kjalveg.

Í bílnum voru austurrísk hjón sem voru, eins og nærri má geta, himinlifandi með aðstoðina og þökkuðu mikið og vel fyrir sig, að því er segir á Facebook síðu Björgunarfélagsins Blöndu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir