Lóuþrælar leggja land undir fót

Karlakórinn Lóuþrælar. MYND AF NETINU
Karlakórinn Lóuþrælar. MYND AF NETINU

Karlakórinn Lóuþrælar í Húnaþingi vestra fagnar 40 ára starfsafmæli sínu á árinu. Nú stefna kórfélagar suður með sjó og ætla að bresta í söng þar sem landið er lítið og lágt, í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 25. október. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.

Kórinn mun af þessu tilefni flytja vel valin lög af efnisskrá kórsins í gengum árin. Er fólk hvatt til að mæta í Seltjarnarneskirkju og fagna með Lóuþrælum!

Stjórnandi kórsins er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari kórsins til margra ára er Elínborg Sigurgeirsdóttir.

Aðgangseyri er 5000 kr.

Fleiri fréttir