Lúsin kom með haustið með sér

 

Það er sko örugglega komið haust þegar vinkona okkar allra höfuðlúsin fer að skjóta upp kollinum.  á heimasíðu Árskóla er vakin athygli á því að lúsartilfelli hefur komið upp hjá nemanda á yngsta stigi í Árskóla.

Eru foreldrar beðnir að láta vita í skólann ef lús finnst svo auðveldara verði að fylgjast með útbreiðslu hennar.  Barn sem greinist með lús ætti ekki að senda í skólann fyrr en það hefur fengið viðeigandi meðferð,  þ.e. bera lúsameðal í hárið eða þvo með lúsasjampói. 

Þó ber að hafa í huga að höfuðlúsin lifir í mjög takmarkaðan tíma utan líkama og því er algjör óþarfi að frysta rúmföt og sótthreinsa heimilið ef vinkonan ákveður að kíkja í heimsókn heldur á að duga að þvo utan af rúmi þess sem vinkonan heimsótti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir